Rosalega mikill Íslendingur

Það var langt liðið á fyrstu þáttaröð The Voice Ísland þegar fyrsti söngvarinn lagði í að syngja á Íslensku, það er annað á könnunni í annarri þáttaröð. Akureyringurinn Sindri Snær Konráðsson reið á vaðið og söng lagið Dimmar rósir með Tatara í blindprufum annars þáttar sem sýndur var á Sjónvarpi Símans á föstudagskvöldið. „Ég hallast meira að íslenskri tungu en ensku, ég er rosalega mikill Íslendingur þegar kemur að því.“

Aldrei spurning með þjálfara

Það voru tveir þjálfarar sem sneru sér við, Helgi Björns og Svala Björgvins, æst að fá Sindra í sitt lið í þáttunum. Það var lítill vafi í huga Sindra hver yrði fyrir valinu. „Helgi er idolið mitt og búinn að vera það í mörg ár. Hann er einn af þeim mönnum sem ég horfi mikið upp til, það var aldrei spurning í rauninni fyrst hann sneri sér við.“

Reyndur á sviði þrátt fyrir ungan aldur

„Síðan 2012 hef ég tekið þátt í 10 stærri verkum á Akureyri, ég er einmitt að leika í Litlu hryllingsbúðinni núna. Svo hef ég verið að koma fram meðfram því og syngja, 17. júní, verslunarmannahelgin og svona. Svo er oft sungið í verkunum sjálfum líka.“

Sindri er 20 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur tekið að sér mörg hlutverk í leikhúsinu. „Ég leikstýrði verkinu Listin að lifa sem var frumsýnt 31. september, og fékk rosalega flottar viðtökur“. Þetta var frumraun Sindra í leikstjórastólnum en það var hlutverk sem hann hafði langað að reyna sig í. „Það kom þannig til að ég heyrði í meðlimi hópsins, þetta er hópur krakka sem hafa verið að setja upp verk, og ég spurði hvort þau vantaði ekki leikstjóra og þau slógu til.“

Hætti í söngnámi vegna aðstæðna

„Ég er á listabraut í VMA og stefni á að fara í leiklistarskóla, annaðhvort fyrir sunnan eða jafnvel úti í Noregi. Ég er ekkert menntaður í söng. Ég lærði í hálft ár en vegna aðstæðna þurfti ég að hætta, en stefni á að fara í áframhaldandi nám ef framtíðin býður upp á það.“

Þó að söngnámið sé ekki efst á dagskrá er tónlistin hvergi fjarri. „Ég er akkúrat í þessum töluðum orðum að semja bæði lög og texta, ég hef verið að baksa í að semja lög áður en það hefur ekki gengið allt of vel, en nú er ég kominn almennilega í gang og stefni á að fara lengra, jafnvel púsla saman hljómsveit og svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir