Hætti við söngleikjanám í Boston

Karitas Harpa Davíðsdóttir hafði betur í einvígi á móti Ólöfu Kristínu Þorsteinsdóttur í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Saman sungu þær lagið Headlights með Robin Schulz, svo mjótt var á mununum að þjálfararnir Svala Björgvins og Helgi Björns gátu ekki hugsað sér að Ólöf félli úr keppni og vildu bæði stela henni í sitt lið.

„Það var alls ekki gefið að ég myndi vinna, þetta var mjög hart einvígi. Það er enginn ekki góður söngvari á þessu stigi. Þetta snýst meira um hvað höfðar til þjálfarans að þessu sinni. Ég bara gerði mitt besta og vonaði það besta.“

Karitas var boðin þátttaka í fyrstu þáttaröð The Voice Ísland, en hætti við á síðustu stundu. Þegar hún fékk símtalið í ár ákvað hún að slá til. „Ég hugsaði að núna væri jafngóður tími og annar til að eltast við drauma sína.“

Eins og í bíómynd

Litlu munaði að Karitas hafði flutt til Bandaríkjanna árið 2011, en hún komst inn í skóla sem kennir söngleikjanám, söng, leiklist og dans. „Ég fór út með mömmu og fór í áheyrnaprufu í skólanum og þetta var alveg eins og í bíómynd, krakkarnir á göngunum að syngja og dansa.“

Hún ákvað hins vegar að fara ekki í námið því það var of kostnaðarsamt. „Það var geðveikt að fá bréfið um að ég hafi komist inn, en þetta var bara svo dýrt. Þetta var alveg ömurlegt, ég ætla ekkert að ljúga því, en ég alla vega komst inn og það er hvatning til að halda áfram. Það er viðurkenning út af fyrir sig þó ég hafi ekki farið út og klárað þetta.“

Komst langt í Maroon 5 ábreiðukeppni

Karitas tók sér 2 ára hlé frá því að koma fram þegar hún eignaðist son sinn, Ómar Elí Fannarsson. Annars kemur hún fram eins og hún getur og er meðal annars með jólatónleikaröð á Suðurlandi núna í desember.

Lagið My Favourite Place samdi hún með Fannari, fyrrverandi kærastanum sínum, en það fékk nokkura spilun í útvarpi.

Karítas og Fannar gerðu líka ábreiður af lögum og settu á netið og tóku m.a. þátt í Maroon 5 ábreiðukeppni. „Þetta var auglýst á einhverri síðu og við ákváðum bara að prófa að taka upp eitt lag. Þetta var sett upp sem einvígi, lag á móti lagi og við komumst þó nokkuð langt.“ Ábreiðan hefur átt nokkurri velgengi að fagna á efnisveitunni Youtube, þar sem tæplega 360.000 manns hafa horft á myndbandið.

Ekkert sem togar jafnmikið og tónlist

Karitas ætlar að taka sér tíma til að eltast við drauminn og minnkaði vinnuhlutfallið til að eiga betur kost á því að koma fram, semja og æfa. „Ég hef alltaf verið í tónlist en hefur ekki þótt raunhæft að gera þetta að fullu starfi, en þetta er það eina sem ég hef mikinn áhuga á og togar í mig svo mig langar að gera þetta 100%. Strákurinn minn er hvatningin, ég vil geta sagt að ég reyndi. Ég mun alltaf hvetja hann áfram í því sem hann hefur áhuga á, ég vil ekki að hann horfi til baka og hugsi að mamma hefði getað gert hitt og þetta en gerði það ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir