Þriggja manna einvígið

Þriggja manna einvígi er fáheyrt, en það átti sér samt stað á skjánum á föstudagskvöldið. Fyrsti hluti einvíganna í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland fór fram á föstudaginn, en þar takast tveir söngvarar í sama liði á en aðeins einn heldur velli. Í liði hvers þjálfara ættu að vera 10 söngvarar, en Helgi Björns og Svala Björgvins heyrðu raddir sem þau stóðust ekki og fengu að bæta við sig auka liðsmanni. Þetta gerði það að verkum að þau þurfa að stilla upp einu þriggja manna einvígi

Það voru þau Arnar Dór Hannesson, Ellert Sigþór Breiðfjörð Sigurðarson og Soffía Karls úr liði Helga sem börðust á sviðinu, en saman rokkuðu þau lagið Gimme Shelter með Rolling Stones. Flutningurinn var mjög öflugur og söngvararnir á sviðinu sýndu öll á sér nýjar hliðar.

Stór hlut áhorfenda stóð upp og fagnaði ákaft þegar flutningnum lauk, meðal annars þjálfararnir Svala Björgvins og Helgi Björns. „Þetta var frábært, þetta atriði á heima á Wembley,“ sagði Helgi.

„Það var eins og þetta væri tilbúið atriði og þið væruð búin að sýna þetta nokkrum sinnum áður, svona Las Vegas show, þetta var alveg þannig. Samvinnan ykkar á milli, og Soffía þú elskar að vera á sviði! Wembley? Ég var komin á Woodstock!“ Sagði Salka Sól alveg heilluð.

Helgi gat aðeins valið einn þessara þriggja söngvara áfram, og var það Arnar Dór sem stóð upp úr að hans mati og hélt velli í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir