Veitti sér áverka til að fá veikindafrí í nokkra daga

Japanskur lögregluþjónn sem hefur legið á sjúkrahúsi vegna stunguáverka hefur viðurkennt að hafa veitt sér sjálfur áverkana til þess að fá veikindaleyfi í nokkra daga, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni lögreglunnar.

Lögregluþjónninn sem un ræðir var úrvinda af vinnuálagi í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir Japan þann 25. mars síðastliðinn. Hann brá á það ráð að stinga sig í magann nýverið með ávaxtahníf til þess að fá nokkra daga frí frá störfum.

Lögregluþjónninn hafði umsjón með áfallateymi á vegum lögreglunnar eftir jarðskjálftann í mars. Einn lést í skjálftanum og tæplega tvö hundruð slösuðust auk þess sem um 900 byggingar skemmdust.

Talsmaður japönsku lögreglunnar sagði í samtali við AFP fréttastofuna að lögregluþjónninn hafi greint frá því að maður hafi ráðist á sig og stungið hann í kviðarholið þann 23. maí sl. Þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi sl. fimmtudag viðurkenndi hann að hafa veitt sér áverkana sjálfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson