Eldur kviknaði í sjúklingi á skurðarborði

Sjúklingurinn hlaut brunasár á sitjandanum. Mynd þessi er tekin við …
Sjúklingurinn hlaut brunasár á sitjandanum. Mynd þessi er tekin við annað tækifæri. mbl.is/Þorkell

Eldur kviknaði í konu er hún lá á skurðarborðinu á sjúkrahúsi í Stokkhólmi. Verið var að skera konuna upp fyrir gyllinæð og einnig átti að fjarlægja húðbreytingar á annarri rasskinninni. Uppskurðurinn endaði með því að konan hlaut brunasár á sitjandanum.

Sótthreinsunarvökvinn sem notaður var innihélt alkóhól en við aðgerðina var notað diatermi, rafbyssu sem notar hátíðni riðstraum og kveikti það í sótthreinsunarvökvanum og konunni.

Einnig mun vökvinn hafa runnið undir konuna. Skurðstofuhjúkrunarkona brá að sögn Svenska Dagbladet snöggt við og slökkti eldinn með því að sprauta á konuna úr flösku með saltlausn.

Konan er fertug og hefur mál hennar vakið athygli yfirvalda sem gagnrýna vinnubrögð sjúkrahússins en á sjúkrahúsinu munu ekki vera neinar vinnureglur um notkun diatermi-tækja.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson