María og Jósef fá fría gistingu um jólin

Jósef og María sjást hér með Jesúbarnið.
Jósef og María sjást hér með Jesúbarnið. Reuters

Hótelkeðja greindi frá því í gær að hún muni bjóða hjónum í Bretlandi, Írlandi og á Spáni, sem heita María og Jósef, ókeypis hótelgistingu um jólin, svo lengi sem þau framvísa skilríkjum og hjúskaparvottorði.

Travelodge-hótelkeðjan segir að þau María og Jósef fái fría gistingu eina nótt. Hótelþægindi nútímans verða hinsvegar ekki í fyrirrúmi, heldur mun gistingin svipa meira til þess þegar María mey fæddi Jesúbarnið í hlöðunni forðum daga.

Tilboðið gildir frá aðfangadegi jóla til þrettándans.

„Orðatiltækið „það eru engin herbergi laus á gistiheimilinu“ er eitthvað sem við könnumst við úr hótelgeiranum,“ segir framkvæmdastjóri Travelodge, Jason Cotta.

„Af þeim sökum höfum við ákveðið að kalla fram hinn eina sanna jólaanda þessi jól og bjóða hjónum, sem heita María og Jósef, að vera gestir okkar,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson