Stálu gömlum skriðdreka

Lögreglan í Búlgaríu hefur handtekið tvo Þjóðverja og yfirmann í búlgarska hernum sem stálu skriðdreka frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Mennirnir gerðu síðan tilraun til þess að stela öðrum skriðdreka. Frá þessu greindi búlgarska varnarmálaráðuneytið í dag.

Sá fyrri er sagður hafa horfið á milli október og 13. desember sl. Hann hefur enn ekki komið í leitirnar. Mönnunum tókst aðeins að stela hlutum af hinum síðari.

Lögreglan telur að skriðdrekanum, eða hlutar af honum, hafi verið smyglað til Þýskalands.

Búlgarska dagblaðið Standard telur að þjófarnir hafi ætlað að selja gripina, sem eru af Maybach gerð, söfnurum í Þýskalandi.

Skriðdrekarnir hafa legið hálfniðurgrafnir í jörð frá stríðslokum skammt frá landamærum Búlgaríu við Tyrkland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir