Flugfreyjur mótmæla sápuóperu

Flugfreyjur thaílenska flugfélagsins Thai Airways lögðu í dag fram formlega kvörtun við sjónvarpsstöð í landinu vegna sýninga á klámfenginni sápuóperu um flugfreyjur sem berjast um ástir flugmanna.

Krishnaratn Puranarasamriddhi, varaformaður stéttarfélags Thai Airways, sagði að í „Englastríðinu,“ eins og sápuóperan nefnist, væri alveg litið framhjá því öryggis- og þjónustuhlutverki sem flugfreyjur hefðu að gegna.

Hann sagði þættina ýkta og gefa slæma mynd af flugliðum félagsins, auk þess að vera niðrandi fyrir starfsfólk þess. Ætla áhafnir Thai Airways og Bankok Airlines að skrifa menningarmálaráðherra landsins bréf þar sem farið verður fram á að dregið verði úr dónaskapnum í þáttunum.

AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir