Fann dóttur sína fyrir tilviljun eftir 40 ár

Víetnömsk kona sem var að leita að föður sínum vann hjá honum í sjö mánuði án þess að vita hver hann væri. 

Tran Thi Kham, 40, ferðaðist til Taiwan árið 2005 með von um að finna líffræðilegan föður sinn.   Foreldar hennar kynntust í Taiwan 1967 og móðir Tran varð ófrísk en neyddist til þess að snúa heim af fjölskylduástæðum. 

Móðirin dó tveim mánuðum eftir að Tran fæddist, en skildi eftir grafinn gullhring og mynd af föður hennar, Tsai Han-chao sem vissi ekki af því að hann ætti dóttur.

Eftir að Tran kom til Taiwan var hún ráðin í vinnu á heimili föður síns og vann þar í sjö mánuði áður en hún flutti á annað stað.  Seinna gerði Tran sér grein fyrir því að hún hafði gleymt tösku sem geymdi hringinn og myndina af föður hennar.

Hún bað lögregluna um að hringja heim til hans til þess að athuga hvort hann hefði töskuna og þegar Tsai faðir hennar opnaði töskuna kannaðist hann strax við hringinn og myndina sem hann hafði gefið kærustu sinni fyrir áratugum síðan. 

„Það var ótrúlegt að verða vitni að því þegar feðginin hittust eftir allan þennan tíma," sagði lögreglumaður á staðnum.  DNA próf hafa staðfest að Tsai er líffræðilegur faðir Tran.

Tsai sagði eftir endurfundina að hann hefði aldrei getað trúað því að hún væri dóttir hans og að lífið væri stundum  eins og dramatísk sápuópera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir