Fjarstýrðar sáðfrumur

Búið er að finna upp fjarstýrðan loka sem má koma …
Búið er að finna upp fjarstýrðan loka sem má koma fyrir í sáðrás. Árvakur/Þorkell

Búið er að finna upp fjarstýrðan loka sem er á stærð við hrísgrjón. Var hann þróaður með það fyrir augum að koma honum fyrir í sáðrás karlmanna til að nota sem getnaðarvörn. Að sögn sænska dagblaðið Dagens Nyheter virkar lokinn að flestu leyti eins og fjarstýring á hurðarlásum á bílum.

Þessi loki getur orðið fýsilegri valkostur en hefðbundið sáðgangsrof þar sem sáðrásin er skorin í sundur og brennt fyrir endana. Ef menn skipta síðan um skoðun er hægt að sauma þá saman á ný en það er erfitt og einhverjar líkur eru á að aðgerðin mistakist.

Nýi lokinn mun vera úr sílikoni og hægt er að koma honum fyrir með nál og stýra með útvarpsbylgjusendi sem er með einstakan kóða þannig að hver sem er geti ekki opnað eða lokað fyrir sáðrásarlokann ekki frekar en bílafjarsýringar virka ekki á alla bíla.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson