Örlagaríkur kakkalakki

Vatan heitir vinsæll kvöldfréttatími á ríkissjónvarpinu í Túrkmenístan en nú fyrir skemmstu mætti í hann óboðinn gestur með alvarlegum afleiðingum fyrir starfsfólkið.

Þegar fréttaþulurinn var nýbyrjaður á lestrinum tóku áhorfendur eftir því, að stór, brúnn kakkalakki skreið yfir borðið, sem þulurinn sat við, og komst yfir það án þess að þulurinn eða samstarfsfólk hans yrði hans vart.

Þátturinn var síðan endursýndur undir miðnætti sama kvöld og það var ekki fyrr en morguninn eftir, að embættismenn í menningarmálaráðuneytinu tóku eftir hinum óboðna gesti. Ef einhver skyldi ætla, að þeir hafi bara brosað að öllu saman, þá er það misskilningur. Þeir brugðust ævareiðir við og þá ekki síður forseti landsins, Kurbanguly Berdymukhamedov. Lét hann strax reka 30 starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar, blaðamenn, stjórnendur fréttaþáttarins og tæknimenn.

Berdymukhamedov tók við forsetaembættinu 2006 að einræðisherranum Saparmurat Niyazov látnum og hefur hann afnumið ýmsar fáránlegar tilskipanir fyrirrennara síns, meðal annars bann við óperu- og ballettsýningum. Segist hann vilja rjúfa einangrunina, efla samskiptin við aðrar þjóðir og vinnur nú að því að koma upp miklum ferðamannastað við Kaspíahaf.

Viðbrögð Berdymukhamedovs við kakkalakkanum benda hins vegar ekki til, að hann sé mjög ólíkur forveranum en kunnugir segja, að þau megi hugsanlega rekja til þess, að hann er tannlæknir að mennt og því kannski umhugaðra um hreinlæti en gerist og gengur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir