Champagne í Sviss eða Frakklandi

Franski fáninn skyggir á bæjarnafnið Champagne þegar ekið er inn …
Franski fáninn skyggir á bæjarnafnið Champagne þegar ekið er inn í bæinn Reuters

Íbúar í bænum Champagne hafa samþykkt að gefast ekki upp í baráttunni um að fá að nota nafn bæjarins á vín sem framleidd eru á svæðinu þrátt fyrir að tvíhliða samning milli Sviss og Frakklands sem kemur í veg fyrir að þeir megi nota nafnið.

Á fréttavef BBC kemur fram að einungis megi nota nafnið Champagne á kampavín frá Champagne héraði í Frakklandi. En svissnesku vínbændurnir eru ekki á því að gefast upp en þeim var gert að hætta að nota nafnið árið 2004. Hafa þeir gengið svo langt að hafa komið franska fánanum þannig fyrir að þegar komið er inn í bæinn þá skyggir hann á skiltið með bæjarnafninu Champagne. Segja þeir þetta táknræn mótmæli sem eigi að sýna að þeir hafi misst bæjarnafnið. 

Samkvæmt bæjaryfirvöldum þá seldust áður fyrr 110 þúsund flöskur af vínframleiðslu bæjarbúa árlega en nú sé salan komin niður í 32 þúsund flöskur á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson