Nærir svefninn hamingjuna?

mbl.is/Þorkell

Konur sem eru hamingjusamlega giftar sofa betur og meira en konur í óhamingjusömum hjónaböndum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Samkvæmt þeim eiga hamingjusamlega giftar konur 10% meiri líkur á góðum nætursvefni en konur sem eru ósáttar við maka sinn. Þetta kemur fram á fréttavefnum HealthDay Reporter .

 „Hjónaband getur haft góð áhrif á svefnvenjur fólks, sú um hamingjusamt hjónaband að ræða. Óhamingjusöm hjónabönd auka hins vegar líkurnar á svefntruflunum,” segir  Wendy M. Troxel, sálfræðingur við háskólann í Pittsburgh sem stjórnaði rannsókninni. Hún segir hins vegar ekki ljóst hvort óhamingjan leiði til svefnleysis eða svefnleysið til óhamingju.

„Við erum að undirbúa frekari rannsóknir þar sem við munum leita svara við þessu,” segir hún. „Sofi fólk ekki vel verður það ergilegra og það þarf minna til að hleypa því upp þannig að það er hugsanlegt að svefnleysi hafi þessi áhrif á hjónabandið. Við teljum hins vegar að áhrifin séu meiri í hina áttina.”

Rannsóknin er byggð á gögnum um 2.000 giftar konur sem tóku þátt í  rannsókninni Study of Women's Health Across the Nation (SWAN) en meðalaldur þeirra var 46 ár. Gerðu konurnar m.a. grein fyrir ástandi hjónaband síns og  svefnvenjum og sögðust konur sem töldu sig hamingjusamlega giftar eiga auðveldara með að sofna og sofa betur og lengur en konur sem ekki töldu hjónabönd sín jafn hamingjusöm.  Við rannsóknina var einnig tekið tillit til annarra þátta sem vitað er að hafa áhrif á svefnvenjur fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson