Breskir ferðamenn hegða sér illa

Leið sífellt fleiri breskra ferðamanna liggur nú í fangelsi eða sjúkrahús á Spáni, og er orsökin fyrst og fremst of mikil áfengisneysla, að því er segir í nýrri skýrslu frá breska utanríkisráðuneytinu. Tala þeirra bresku ferðamanna sem handteknir eru á Spáni hækkaði um 33% frá 2006 til 2007.

Í skýrslunni, sem ber heitið „Skýrsla um hegðun Breta erlendis,“ segir að í mjög mörgum tilvika hafi breskir ferðamenn hegðað sér illa sökum ofurölvunar.

Spánn er vinsælasti áfangastaður breskra túrista, en á ári hverju flýja um sautján milljónir Breta rigninguna heimafyrir og leita í sólina á Spánarströndum. Að auki um 761.000 Bretar búsettir á Spáni allt árið um kring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg