Uppáhaldslyktin er frá „fish and chips“

Fish and chips.
Fish and chips.

Djúpsteiktur þorskur og franskar eða „fish and chips“ er ekki aðeins uppáhaldsréttur Breta heldur er lyktin af réttinum í mestum metum þjóðarinnar að því er fram kemur í nýrri rannsókn og The Daily Telegraph greinir frá.

Bretar taka angan af þessum margfræga þjóðarrétti fram yfir ilminn af nýbökuðu brauði og hreinum rúmfötum.

Rannsóknin sem náði til alls um 3000 manna sýndi einnig að nýslegið gras, sítrónubörkur og lyktin af ofnsteiktu kjöti voru í tíu efstu sætunum yfir uppáhaldslyktina.

„Fish and chips“ höfðu þó vinninginn þegar á heildina var litið en þegar komið var að hreinustu og ferskustu lyktinni völdu flestir sítrónubörkinn.

Rannsakendur komust að því að 53% spurðra fundu til hamingju þegar uppáhaldsilmurinn barst þeim að vitum meðan 46% sögðust slaka á þegar þeir finndu lyktina sem þeir hefðu mestar mætur á.

Vitnað er í Tim Jacob, prófessor við Cardiff-háskóla, sérfræðing í ilmi, sem segir lyktartilfinningin tengist heilasvæðinu sem geymir djúpundirmeðvitundina og kalli fram mismunandi tilfinningar og atferli.

„Til dæmis þá kallar matarilmur fram þá kennd sem leiðir til þess að maður fær vatn í munninn og undirbýr meltinguna,“ segir hann. „Á hinn bóginn getur vond lykt verndað okkur á þann hátt að við höldum okkur í burtu frá einhverju sem gæti skaðað okkur.“

„Ákveðin tilfinning vaknar við lykt, þannig að sítróna er venjulega tengd hreinleika og ferskleika, en það er áhugavert að hún hefur einnig eiginleika sem vinna gegn þunglyndi,“ segir hann ennfremur.

Rannsóknin sýndi að sú ólykt sem flestir hafa viðurstyggð á er frá almenningssalernum, en einnig höfðu margir andstyggð á líkamssvita, andfýlu, barnableium og reykingum.

Rannsóknin var gerð fyrir Finish Lemon Sparkle uppþvottaefnisframleiðandann.  Talsmaður Finish sagði: „Það kemur okkur ekki á óvart að þjóðarrétturinn skuli vera efstur á blaði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir