Svíi laug að lögreglunni að sér hefði verið rænt

Fjörutíu og þriggja ára gamall Svíi, sem hélt því fram að sér hefði verið rænt, hefur komist í kast við lögin í Þýskalandi. Komið hefur í ljós að útskýringar mannsins hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Maðurinn hafi einungis verið að reyna að flýja eiginkonuna og hjónabandserfiðleikana.

Lögreglan í Nürnberg í Þýskalandi segir að Svíinn hafi komið á lögreglustöðina á laugardag og greint frá því að tveir karlmenn hefðu numið hann á brott frá heimili sínu á suðurhluta Svíþjóðar. Mennirnir hafi síðan farið með hann til borgarinnar og krafist peninga.

Þetta varð til þess að lögreglan hóf viðamikla leit að hinum meintu mannræningjum. Í dag sendi lögreglan hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að saga Svíans hafi hrunið eins og spilaborg við yfirheyrslur um helgina.

Maðurinn sagði við lögregluna að hann hafi ákveðið að fara í ferðalag um Evrópu til að komast frá eiginkonu sinni og þeim hjónabandserfiðleikum sem þau hjónin hafa glímt við að undanförnu.

Hann ákvað að búa til þessa sögu af mannráninu til að útskýra fyrir eiginkonunni hvers vegna hann hafi horfið, en konan greindi yfirvöldum frá hvarfi eiginmannsins. 

Að sögn lögreglu er maðurinn í haldi og verður mögulega ákærður fyrir að ljúga til um glæp.

Saksóknarar hafa farið fram að Svíanum verði haldið í fangelsi gegn greiðslu tryggingargjalds, alls um 3000 evrur.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg