Jólalestin kemur með jólalögin í 12. sinn

Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið á morgun, laugardag.

Jólalestin heldur af stað klukkan 15:30 frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi og ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Lestin verður í Spönginni í Grafarvogi um klukkan 16:00 og á Laugaveginum klukkan 17:00. Lestin gerir stuttan stans í Smáralind klukkan 18:00 en þaðan verður ferðinni áfram haldið til klukkan 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 kílómetra löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófst. Jólasveinninn verður í fremsta bílnum og veifar til barnanna.

Jólalestin samanstendur af fimm stórum flutningabílum, sem skreyttir eru með rúmlega tveim kílómetrum af ljósaseríum. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana og hjálpast allir að.

Jólalestin spilar öll þekktustu jólalögin á ferð sinni um borgina og dugir ekkert minna en sama hljóðkerfi og notað er á stórtónleikum í Laugardalshöll, til að koma tónum Jólalestarinnar til skila. Það ætti því ekki að fara á milli mála þegar hún fer um hverfin.

Það er orðinn fastur punktur í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Sumir safnast saman á ákveðnum stöðum þar sem lestin á leið um, en aðrir kjósa að fylgjast með henni af svölunum eða út um glugga. Talið er að 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar um höfuðborgarsvæðið. Ung börn í fylgd foreldra sinna eru áberandi meðal þeirra sem fylgjast með lestinni, enda jólin þeirra hátíð og spennan og eftirvæntingin mikil í desembermánuði.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin ekur rólega í lögreglufylgd og björgunarsveitarmenn munu ganga meðfram henni við stærstu verslunarkjarna og á Laugaveginum þar sem fólk safnast saman, til að draga úr slysahættu.

Þá er því beint til þeirra sem safnast saman við Vífilsstaði, til að sjá lestina keyra um myrkvaða vegi Heiðmarkar, að muna að slökkva ljósin á bílum sínum.

Leiðarlýsingu er að finna á coke.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka