Í fangelsi fyrir prófsvindl

Ekki er vitað hvort þessir kínversku menn hafi svindlað sér …
Ekki er vitað hvort þessir kínversku menn hafi svindlað sér leið inn í háskóla eða komist þangað með heiðarlegum hætti. Reuters

Átta foreldrar og kennarar í Kína, sem notuðu háþróaðan tæknibúnað til að hjálpa börnum að svindla á inngönguprófum í kínverska háskóla, hafa verið dæmdir í sex mánaða til þriggja ára fangelsisvistar.

Þrír hópar stóðu að prófsvindlinu í sama skólanum í Zhejiang héraði. Í einum hópnum voru foreldrar sem sannfærðu kennara um að senda þeim fax með spurningunum um leið og prófið var byrjað. Foreldrarnir nutu liðsinnis sex háskólanema og þegar réttu svörin voru fundin hringdu þeir í börnin sem voru með agnarsmá viðtökutæki í eyrunum.

Þá notaði maður nokkur aðeins háþróaðri aðferð en fyrrnefndi hópurinn. Sonur hans var að fara að þreyta próf og mútaði faðirinn öðrum nemanda, sem mætti í sama próf, til að senda sér spurningarnar með því að nota agnarsmáan skanna. Faðirinn naut aðstoðar níu kennara við að leysa spurningarnar og sendi svo svörin, óljóst með hvaða hætti, til drengjanna beggja.

Kennari við háskólann hafði rukkað nemendur um tugir þúsunda fyrir að lauma að þeim réttum svörum en búnaðurinn bilaði. Ekki vildi betur en svo að lögregluþjónar í nágrenninu heyrðu í lögregluskannanum sínum þegar kennarinn var að reyna að senda út svörin, en skannanum tókst greinilega að nema bylgjurnar í búnaði kennarans.

Fyrir rétti sagði einn faðirinn að allir hlutaðeigandi hefðu miklar vonir um að börnin þeirra kæmust inn í góða háskóla og þeirra biði örugg framtíð og eina leiðin til þess væri að standa sig vel á prófunum. Mál sem þessi koma reglulega upp víðsvegar um Kína og nýlega benti eitt dagblaðanna á að áður fyrr hefði fólk verið líflátið fyrir athæfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir