Farþegi gerði við flugvélina

Farþegum frá Menorka til Glasgow var tilkynnt þegar þeir voru komnir um borð í flugvél Thomas Cook-flugfélagsins um helgina að átta tíma seinkun yrði vegna bilunar á vélinni.

Jafnframt var tilkynnt að fljúga þyrfti með flugvirkja til Menorka frá Manchester vegna viðgerðarinnar.

Þá bauðst einn farþeganna til þess að gera við vélina.

Í ljós kom að um flugvirkja var að ræða og eftir að hann hafði sýnt alla pappíra því til sönnunar hófst hann handa.

Viðgerðin tók ekki langan tíma og flugvélin fór í loftið 35 mínútum seinna.

Farþegunum létti sérstaklega þegar flugvirkinn settist sjálfur meðal þeirra að lokinni viðgerðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson