Breskir ferðamenn lamdir og læstir inni í skáp

Ströndin heillar marga og eru bresk ungmenni þar ekki undanskilin
Ströndin heillar marga og eru bresk ungmenni þar ekki undanskilin Reuters

Tveir breskir ferðamenn voru lamdir illilega á grísku eyjunni Krít eftir að annar þeirra ók vélhjóli inn í matvöruverslun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þrír Grikkir voru handteknir í kjölfarið en þriggja er enn leitað.

Atvikið átti sér stað í strandbænum Malia sem er í nágrenni borgarinnar  Heraklion.

Upptökin má rekja til þess er nítján ára gamall skoskur piltur ók vélfák inn í matvöruverslunina. Urðu talsverðar skemmdir á byggingunni. Þegar hann neitaði að greiða eiganda verslunarinnar 5 þúsund evrur í skaðabætur var hann laminn og læstur inni í skáp í versluninni.

Vinur hans, sem einnig er nítján ára, kom til þess að bjarga félaga sínum en ekki vildi betur til en að hann var einnig laminn og læstur inni í skáp. Þeim var síðan sleppt og kærðu líkamsárásina í kjölfarið til lögreglu.

Segir í frétt AFP fréttastofunnar að atvik sem þessi séu ekki óalgeng milli ungra Breta sem sækja grískar eyjur heim. Oft megi rekja ástæðu deilnanna til óhóflegrar neyslu áfengis gestanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir