Ókunnugir í matinn

Bresk stúlka hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða ókunnu fólki að snæða hjá sér kvöldverð gegn um 6.000 króna greiðslu. Góð stemning er á „veitingastaðnum“ ólöglega enda allt til gamans gert. Slík boð eru vinsæl í Bandaríkjunum enda góð leið til að sjá ný andlit.

Þessi tíska hefur raunar fengið nafn í Bandaríkjunum þar sem vísað er til slíkrar veitingaþjónustu sem „supper clubs“ eða kvöldverðarklúbba.

Sue, eins og hún vill láta kalla sig, er arkitekt á daginn en bregður undir sig betri fætinum á kvöldin og nælir sér í nokkrar aukakrónur með því að efna til kvöldverðarboða með súrrealísku ívafi.

Hún segir gríðarlega vinnu liggja að baki boðunum en eina vikuna opnaði hún íbúð sína þrisvar sinnum fyrir ókunnugum með tilheyrandi undirbúningi. Sjálfboðaliði léttir undir með henni auk þess sem gestir taka þátt í veisluhaldinu, svo sem með því að brjóta ísmola.

Netið hefur á síðustu árum gert fólki kleift að komast í snertingu við nánast óendanlegan fjölda ókunnugs fólks en með þessari einföldu aðferð má ef til vill gera það sama á ósviknari hátt, þar sem mikil nánd og gleði er í fyrirrúmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson