Keppni í hjúskaparmiðlun

Fjöldabrúðkaup eru algeng í Kína, en á sama tíma fer …
Fjöldabrúðkaup eru algeng í Kína, en á sama tíma fer skilnuðum fjölgandi. AP

Átta vel stæðir piparsveinar í Kína hafa greitt sem samsvarar 675 þúsundum íslenskra króna hver til þess að mega taka þátt í keppni þar sem markmiðið er að finna framtíðarmaka. 

Mennirnir, sem allir eru á aldrinum 28-45 ára, eiga þá ósk heitasta að kvænast. Þeir verða kynntir fyrir 15 konur sem valdar voru úr hópi 2.000 umsækjenda að því er fram kemur í dagblaðinu Guanzhou.

Konurnar greiða ekkert fyrir að taka þátt í keppninni. Þær þurftu hins vegar að svara nokkrum hundruðum spurningum um persónulega hafi sína, tekjur, afstöðu til lífsins og ástar.

Zhang Guoyu, skipuleggjandi keppninnar, segir mennina vera „of upptekna við vinnu sína“ og því hafi þeir engan tíma til þess að leita að ástinni upp á gamla mátann.

„Einu konurnar sem þeir hafa hitt eru samstarfsfélagar og jafnvel þó þær gætu verið álitlegir kvenkostir þá hafi mennirnir verið svo einbeittir því að afla sér tekna að þeir hafi ekki haft neinn áhuga á ástarsamböndum,“ er haft eftir Zhang.

Einn karlkyns þátttakendanna í keppninni segist þeirrar skoðunar að þátttökugjaldið sé ekki hátt ef það geti leitt til þess að hann finni ástina. „Með hjúskaparmiðlun af þessu tagi getur maður einbeitt sér að því á nokkrum klukkustundum að finna framtíðarmaka og vanda valið vel,“ segir piparsveinninn.

Ójafnt kynjahlutfall hefur löngum verið vandamál í Kína, sem helgast m.a. af því að fólki gefst aðeins kostur á því að eignast eitt barn og nær allir foreldrar kjósa fremur að eignast strák til þess að sjá fyrir sér í ellinni. Stúlkufóstrum er því markvisst eytt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir