Vilja friða síðdegisblundinn

Dýraverndunarsamtök á Spáni krefjast þess nú, að síðdegisblundurinn, síestan svonefnda verði lýstur verndað listform.

Eru verndunarsinnarnir sagðir reiðir yfir ákvörðun héraðsstjórnarinnar í Madrid um að setja nautaat á lista yfir sérstök menningarfyrirbæri, sem beri að vernda. 

Að sögn breska blaðsins Daily Telegraph segjast dýravinirnir telja, að stjórnvöldum í Madrid beri skylda til að vernda síestuna og ætti að íhuga að koma fyrir rúmum á götum úti. 

Daniel Dorado, lögmaður sem berst fyrir réttindum dýra, hefur lagt inn umsókn þar sem segir að síestan uppfylli sömu skilyrði og nautaat.  

„Síestan er þýðingarmikill hluti af menningunni, listform sem þarf að vernda," segir í umsókninni.  „Hún hefur verið hluti af menningu á Spáni og við Miðjarðarhafið frá örófi alda," heldur Dorado áfram og notar sömu rök og færð eru fyrir verndun nautaatsins. 

Hann segir, að nú sé sótt að síestunni vegna nútímahátta og hverfi hún muni Spáni hnigna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson