Byssurnar týndust

9 mm Glock skammbyssur eru mjög öflugar. Lögregluembætti og öryggisþjónustur …
9 mm Glock skammbyssur eru mjög öflugar. Lögregluembætti og öryggisþjónustur víða um heim nota skotvopnið við störf.

Ekkert er vitað hvað varð um fjórar skammbyssur ísraelsku öryggisþjónustunnar Shin Bet sem var komið fyrir í tösku sem var innrituð í flug á JFK-flugvellinum í New York. 

Þegar þetta gerðist voru starfsmenn Shin Bet að fylgja Benjamin Netanhyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem átti fund með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington. 

Fjórar 9 mm Glock skammbyssur voru í töskunni sem var fyrir mistök sett í vél sem flaug frá New York til Los Angeles en ekki frá New York til Washington.

Byssurnar eru nú týndar. Talsmaður Shin Bet segir að ekki sé vitað hvort byssurnar hafi týnst áður eða eftir að töskunni var komið fyrir í rangri vél.

Fréttastofa NBC greinir frá því að skv. bandarískum reglum hafi starfsmennirnir orðið að koma skotvopnunum fyrir í farangri og innrita hann á flugvellinum. Taskan átti svo að fara með tengiflugi til Washington, en fyrir mistök sendu starfsmenn American Airlines töskuna þvert yfir landið til Los Angeles.

Töskurnar hafa fundist og er búið að skila þeim. Byssurnar eru hins vegar hvergi sjáanlegar. Talið er að þeim hafi verið stolið.

Flugvallaryfirvöld í New York rannsaka nú hvort byssurnar hafi týnst fyrir eða eftir töskuklúðrið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt að starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt að starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio