Kleinuhringjaborgari slær í gegn

Kleinuhringjaborgarinn þykir ljúffengur.
Kleinuhringjaborgarinn þykir ljúffengur.

Hoosier-fjölskyldan bandaríska setti í fyrra upp veitingabás á bæjarhátíð í Indiana sem sló í gegn, en þar buðu þau upp á súkkulaðihúðað beikon. Í ár tókst þeim að endurtaka leikinn með nýjum rétti sem vekur ekki síður mikla hrifningu, en það er kleinuhringjahamborgari með djúpsteiktu smjöri.

Borgarinn er hefðbundinn að því leyti að hann inniheldur grillað kjöt með káli, tómötum og lauk. Meðlætið er hinsvegar borið fram á milli tveggja sykurhúðaðra kleinuhringja. „Við verðum að halda áfram að prófa eitthvað nýtt til að halda athygli fólks, við reynum að finna upp á nýjum réttum á hverju ári," segir matreiðslumaðurinn Dennis Reas sem flakkar á milli bæjarhátíða með veitingabásinn sinn.

Í ár virtist hann hitta naglann á höfuðið því kleinuhringjaborgarinn og meðlætið, djúpsteikt smjör, vakti mikla athygli á opnunardegi hátíðarinnar, sem stendur yfir til 22. ágúst. Samkeppnin er hinsvegar hörð því á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta rétti s.s. djúpsteikt sushi, djúpsteiktar súrar gúrkur, súkkulaðihúðað poppkorn og djúpsteikt sælgæti.

Gestir hátíðarinnar í Indiana flykktust hinsvegar að kleinuhringjaborgarabásnum og voru almennt sammála um að saltur borgarinn og sætt brauðið smyllu saman í gullinni blöndu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson