Jólahátíðarhöld að hætti hippa

Sumir láta sér ekki nægja ljósum prýtt grenitré um jólin.
Sumir láta sér ekki nægja ljósum prýtt grenitré um jólin. Reuters

Þýska lögreglan rak upp stór augu þegar hún fann tveggja metra háa marijúanaplöntu við húsleit á dögunum. Stærð plöntunnar var ekki það eina sem vakti athygli lögreglumannanna því eigandinn, sem er gamall hippi, hafði komið plöntunni fyrir í jólatrésfæti og skreytt hátt og lágt með ljósaseríum. Að sögn lögreglu ætlaði hippinn að skreyta „tréð“ sitt enn frekar og leggja gjafir sínar þar undir.

Lögreglan komst á sporið eftir að hafa séð tilkynningu í blaði sem hljómaði svo: „Allt sem þú þarft er ást eða jólahátíðarhöld að hætti hippa.“ Auk plöntunnar voru 150 grömm af maríjúana gerð upptæk á heimili hippans.

Þá handtók lögreglan í Þýskalandi 21 árs gamlan karlmann sem hafði í fórum sínum heimatilbúið jóladagatal sem fyllt var kannabis í stað súkkulaðis eða annarra gjafa.

Báðir aðilar hafa verið ákærðir fyrir vörslu eiturlyfja.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir