Til í tuskið 110 ára

110 ára gamall karl í Malasíu, sem hefur verið á biðilsbuxunum, heldur að hann sé búinn að finna þá einu réttu. Ahmad Mohamad Isa, sem á 20 barnabörn og 40 barnabarnabörn, sagði í viðtali við dagblað í Malasíu í síðustu viku að hann vildi gjarna eignast konu sem gæti veitt honum félagsskap og hugsað um hann.

Fréttin vakti athygli 82 ára gamallar ekkju, Sanah Ahmad, en hún missti mann sinn fyrir þrjátíu árum. Ahmad bað börn sín, en hún er níu barna móðir, um að hafa samband við Isa sem þau gerðu.

„Það skiptir ekki máli hver hún er svo lengi sem hún getur eldað ofan í mig," segir Ahmad í viðtali í dag. Hefur dóttir hans tekið að sér samningaviðræður við fjölskyldu konunnar.

„Það er einmanalegt að búa einn og ég er hræddur við að sofa einn. Ef ég ætti eiginkonu þá gæti hún hugsað um mig, segir Ahmad í viðtalinu en hann hefur fimm sinnum áður verið kvæntur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Eppu Nuotio
Loka