Kærður 48 sinnum fyrir sama glæp

Mynd lögreglunnar af Kelly Gene Gibson.
Mynd lögreglunnar af Kelly Gene Gibson. Lögreglan í Fort Wayne

Kelly Gene Gibson frá Fort Wayne í Indiana-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið kærður fyrir sama glæp alls 48 sinnum síðan árið 1992. Auðvelt er að sjá hver þessi glæpur er á nýrri mynd lögreglunnar af Gibson.

Á myndinni er andlit Gibsons út atað silfurlitaðri málningu og er ljóst að Gibson var rammskakkur þegar myndin var tekin eftir að hafa andað að sér málningargufu.

Forsaga myndarinnar af Gibson er ansi skrautleg. Að sögn fjölmiðla hafði Gibson farið að anda að sér málningargufu eftir rifrildi við eiginkonu sína. Þegar lögreglumaður bar að garði angaði öll íbúð Gibsons af málningarlykt. Gibson sat í makindum sínum ber að ofan á sófa, með málningu yfir höndum og andliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir