Kýr á flótta

Þetta er ekki blessunin Yvonne en hennar er leitað um …
Þetta er ekki blessunin Yvonne en hennar er leitað um allt í Bæjaralandi Reuters

Mikil leit stendur yfir að kúnni Yvonne í Bæjaralandi í Þýskalandi og hefur verið heitið 10 þúsund evrum, rúmlega 1,6 milljónum króna, í fundarlaun handa þeim sem finnur kúna.

Í frétt þýska blaðsins Bild kemur fram að Yvonne hafi sloppið af bóndabæ skammt frá Zangerg í maí. Býður Bild fundarlaun fyrir kúna eftir að yfirvöld í Bæjaralandi höfðu gefið út veiðileyfi á Yvonne þar sem hún ógnaði umferð. Ákvörðun yfirvalda var tekin í kjölfar þess að kýrin hljóp í veg fyrir lögreglubíl á sveitarvegi nýverið. Þau segja hins vegar að það að drepa kúna sé einungis neyðarráðstöfun.

Eftir að Bild birti frétt um fundarlaunin eru íbúar á svæðinu og veiðimenn upp um fjöll og firnindi að leita að kúnni í þeirri  von að vinna sér inn pening. Hefur málið gengið svo langt að dýraverndunarsamtök í Austurríki hafa boðist til þess að kaupa kúna ef hún næst á lífi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir