Vann 1,9 milljarða á netinu

Heppinn Norðmaður hreppti í morgun 92,4 milljónir norskra króna, nærri 1,9 milljarða íslenskra króna, í fjárhættuspili á netinu án þess að leggja eina krónu fram.

Fram kemur á norska viðskiptavefnum Hegnar Online, að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hafi skráð sig inn á vefinn Betsson.com klukkan 1:12 í nótt að norskum tíma en hann í bíói og tók tölvuna með sér upp í rúm þegar hann kom heim.

Maðurinn sá, að hann hafði fengið 10 ókeypis tilraunir í spilinu Mega Fortune og nýtti sér það. Í þessum 10 tilraunum vann maðurinn 46 norskar krónur og veðjaði síðan 4 krónum á tilraun í samtals 10 tilraunum. Vinningurinn hafði hækkaði í 69 krónur þegar kom að 11. tilrauninni og þá birtist stóri vinningurinn. 

Paul Myklebust, framkvæmdastjóri Betsson.com í Noregi, segir að þetta sé ekki aðeins stærsti vinningur, sem Norðmaður hafi unnið heldur stærsti vinningur í sögu fjárhættuspila á netinu.

Vefurinn Hegnar Online

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir