Er elst Íslendinga, þylur Skröggskvæði utanbókar og fer í leikfimi tvisvar í viku

Guðríður Guðbrandsdóttir á heimili sínu í Fururgerði 1.
Guðríður Guðbrandsdóttir á heimili sínu í Fururgerði 1. mbl.is/Eggert

Guðríður Guðbrandsdóttir er elst Íslendinga og heldur upp á 106 ára afmæli sitt í dag. Guðríður býr í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík og er vel ern. Hún fer alltaf í hádegismat og í leikfimi tvisvar í viku.

Þegar Guðríður hélt upp á afmæli sitt fyrir ári fór hún með 84 erinda þulu, Skröggskvæði, utanbókar. Hún býst þó ekki við því að hún fari með þulu á afmælinu í dag. „Ég nenni ekki neinu tilstandi,“ segir hún og vill að tekið sé fram að hún verði ekki heima hjá sér á afmælisdaginn.

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um ættir Guðríðar en hún fæddist á Spágilsstöðum í Laxárdal í Dölum og ólst þar upp. Hún kynntist helstu skáldum Dalamanna á fyrri helmingi aldarinnar sem leið. Hún og Stefán frá Hvítadal voru fjórmenningar. Guðríður kynntist einnig Jóhannesi úr Kötlum, sem var heimagangur á Spágilsstöðum, og Steini Steinarr sem ólst upp í Saurbænum. „Mér fannst hann nú alltaf dálítið skrýtinn,“ segir hún um Stein Steinarr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir