Marta María Jónasdóttir

Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála á mbl.is hefur starfað hjá Árvakri frá apríl 2011. Hún hóf blaðamannaferil sinn árið 2001 hjá tímaritaútgáfunni Fróða, var blaðamaður á Fréttablaðinu 2004-2006, ritstjóri Veggfóðurs 2006, ritstjóri Sirkus og Föstudags 2007-2009. Áður en Marta María hóf störf á mbl.is var hún aðstoðarritstjóri Pressunnar.

Yfirlit greina

Draumagarður í sinni tærustu mynd

16.8. Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Sigga Heimis selur á Hrólfsskálavör

13.8. Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis, sem hefur notið mikið lof fyrir verk sín, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á sölu.   Meira »

Dásamlegt innflutningsteiti

11.8. Verslunin Snúran flutti í stærra húsnæði í vikunni og var því fagnað með viðeigandi hætti í versluninni sjálfri. Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar kann að halda flott partí. Meira »

Það verður enginn ríkur af þessu

11.8. Tóta Lee leikstýrði nýjasta myndbandi Cold War Kids og var myndbandið tekið í Hollywood-hæðunum í Los Angeles. Hún gerir tónlistarmyndbönd til að öðlast reynslu. Meira »

Margra vasaklúta mynd

10.8. Heimildamyndin Out Of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Erla Bolladóttir er lykil viðmælandi í myndinni. Meira »

Guðmundur í Brimi keypti höllina af Ólöfu

9.8. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, festi kaup á húsi Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara, Nesvegi 101. Félagið Fiskitangi ehf. er skráð fyrir húsinu en það félag er í eigu Guðmundar. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

25.7. Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Heimilislíf: Geymir hjólið alltaf inni í stofu

11.7. Pétur Einarsson býr ásamt sonum sínum tveimur við Mýrargötu í Reykjavík. Synirnir gerðu þá kröfu að móðir þeirra myndi innrétta íbúðina en sjálfur segir Pétur að hann sé frekar afslappaður þegar kemur að heimilinu. Meira »

Guðdómlegt við Hringbraut

15.8. Við Hringbraut 48 stendur fallegt hús en í húsinu er 143 fm íbúð sem byggð var 1937. Steinþór Kára arkitekt hannaði endurbætur á íbúðinni í samráði við eigendur. Meira »

„Ýttu aðeins hraðar og vertu svo ósýnileg“

12.8. Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, framleiddi myndina Out Of Thin Air sem frumsýnd var hérlendis í vikunni í Bíó Paradís. Margrét hefur mikla ástríðu fyrir vinnunni sinni og sökkti sér allt of djúpt ofan í Guðmundar- og Geirfinnsmálið við gerð myndarinnar. Hún las þó ekki bara skjöl og pappíra heldur prjónaði peysu eins og Sævar Ciesielski klæddist í dómsalnum hér um árið. Meira »

Knútur og Kristín Waage selja glæsihúsið

11.8. Knútur Signarsson og Kristín Waage hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Vesturbrún á sölu. Garðurinn í kringum húsið er sérstaklega fallegur. Meira »

Þegar hlutirnir gátu ekki versnað þá ...

11.8. Smartland og K100 buðu lesendum og hlustendum í Smárabíó á myndina Stóri dagurinn, sem er frönsk grínmynd um brúðkaupsundirbúning sem fer algerlega úr böndunum. Þegar hlutirnir gátu ekki versnað gerðist eitthvað ennþá hrikalegra. Meira »

Óléttan hafði smá áhrif á snappið

9.8. Sólrún Diego hreingerningarsnapp-drottning á von á sínu öðru barni með unnusta sínum, Frans Veigari Garðarssyni. Fyrir á parið dótturina Maísól sem er fædd 2015. Sólrún segir í samtali við Smartland að hún sé ákaflega glöð og hamingjusöm með óléttuna. Meira »

Unnustan fann nafnspjald hjákonunnar

8.8. Hefur þú einhvern tímann lent í vandræðalegum aðstæðum sem þú hefur reynt að klóra þig út úr eða þekkir þú einhvern sem hefur einhvern tímann gert eitthvað sem viðkomandi hefði ekki átt að gera? Meira »

Heimilislíf: Ég lifi frekar einföldu lífi

18.7. Hannes Steindórsson hefur um árabil verið einn vinsælasti fasteignasali landsins. Hann vill hafa heimili sitt stílhreint og fallegt. Hann er heimakær. Meira »

Tryllt 1.000 manna teiti

6.7. Gleðin var við völd þegar WOW Cyclothoninu var fagnað í Listasafni Reykjavíkur síðasta laugardag. Um 1.000 manns mættu í partíið og var mikið stuð á mannskapnum eftir að hafa hjólað hringinn í kringum Ísland. Meira »