Geimveður truflar landrismælingar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. maí 2024

Geimveður truflar landrismælingar

Land rís enn í Svartsengi en vegna segulstormsins sem stendur yfir eru GPS-mælingar ónákvæmari en yfirleitt.

Geimveður truflar landrismælingar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. maí 2024

Til vinstri má sjá drónamynd af nýja varnargarðinum sem rís …
Til vinstri má sjá drónamynd af nýja varnargarðinum sem rís norðaustan við Grindavík. Til hægri eru norðurljós í Novosibirsk í Rússlandi í nótt. Samsett mynd/mbl.is/Hörður Kristleifsson/AFP

Land rís enn í Svartsengi en vegna segulstormsins sem stendur yfir eru GPS-mælingar ónákvæmari en yfirleitt.

Land rís enn í Svartsengi en vegna segulstormsins sem stendur yfir eru GPS-mælingar ónákvæmari en yfirleitt.

„GPS-mælingar á svæðinu hafa verð svolítið óáreiðanlegar núna. Af því það er svo mikil truflun út af geimveðrinu sem hefur verið í gangi,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Röskunin er samt ekki alvarleg, segir Einar.

Stjörnu­fræðing­ur­inn Sæv­ar Helgi Braga­son, gjarnan kenndur við viðfangsefni sitt, ræddi um segulstorma í samtali við mbl.is í gær.

Um 40 skjálftar

Skjálftavirkni jókst um sama leyti þegar eldgosinu lauk en Veðurstofa lýsti yfir goslokum á fimmtudag, uppstigningardag.

Nótt­in var aftur á móti ró­leg á Reykja­nesskaga hvað skjálftavirkni varðar. Um 40 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn nálægt Grindavík frá miðnætti.

Þá hefur einnig verið nokkur skjálftavirkni undir Kleifarvatni síðustu daga en þar hafa skjálftar samt aðeins verið um tíu talsins í dag.

mbl.is