Árni Þór verður formaður nefndarinnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. maí 2024

Árni Þór verður formaður nefndarinnar

Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. 

Árni Þór verður formaður nefndarinnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. maí 2024

Árni Þór Sigurðsson verður formaður framkvæmdanefndarinnar.
Árni Þór Sigurðsson verður formaður framkvæmdanefndarinnar. mbl.is

Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. 

Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. 

Ásamt Árna munu Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson taka sæti í nefndinni.

Guðný var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023.

Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ár. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var meðal annars í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í 12 ár.

Nefndin hittir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku.
Nefndin hittir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Funda með Grindavíkurbæ í næstu viku

Fram­kvæmda­nefnd­in mun fara með stjórn, skipu­lagn­ingu og sam­hæf­ingu aðgerða, tryggja skil­virka sam­vinnu við sveit­ar­stjórn og op­in­berra aðila og hafa heild­ar­y­f­ir­sýn yfir mál­efn­um Grinda­vík­ur­bæj­ar.

Verk­efnið hef­ur verið und­ir­búið í góðu sam­starfi við bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur sem óskaði eft­ir sam­starfi um til­hög­un og stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag verk­efna við óvenju­leg­ar aðstæður vegna jarðhrær­inga í Grinda­vík, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is