Bush segir að Bandaríkin hafi tekið stór skref í sigurátt í Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að myndun nýrrar ríkisstjórnar í …
George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak sé upphafið að nýjum kafla hvað varðar veru Bandaríkjamanna í Írak. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því í dag að framundan væri hörð átök og „fleiri dagar fórna og baráttu“ í Írak, en aprílmánuður hefur verið einn mannskæðasti mánuður fyrir herafla Bandaríkjamanna í landinu.

„Óvinurinn grípur til örvæntingafullra ofbeldisaðgerða sökum þess að þeir vita að stofnsetning lýðræðis í Írak muni þýða tvöfaldan ósigur fyrir þá,“ sagði Bush í vikulegu útvarpsávarpi sínu. Þar fagnaði hann tilkomu varanlegrar ríkisstjórnar. „Framundan eru fleiri hörð átök í Írak og fleiri dagar fórnar og baráttu,“ varaði Bush við. „Þrátt fyrir það hafa óvinir frelsisins skaðast mikið á undanförnum dögum, og við höfum tekið stór skref á göngu okkar í sigurátt.“

Íraksstríðið er nú á sínu fjórða ári og hefur valdið Bush þó nokkrum vandræðum, en stuðningur við hann er með minnsta móti heima fyrir. Repúblikanar hafa miklar áhyggjur af því að Írak, auk hlutir eins og hækkandi olíuverð heimafyrir, muni leiða til þess að þingflokkur repúblikana muni missa stjórn á annarri eða báðum þingdeildum í nóvember.

Á fimmtudag höfðu að minnsta kosti 69 Bandaríkjamenn látið lífið í apríl. Í mars létust 31, 55 í febrúar og 62 í janúar.

Ríkisstjórnin vonast til þess að sá stjórnmálalegi árangur sem hafi náðst í Írak, sem náðist loks eftir fjögurra mánaða baráttu og ofbeldisverk í landinu, muni verða vendipunktur. Ef svo er þá getur það leitt til þess að stórlega verði fækkað í herliði Bandaríkjamanna í Írak.

Bush sagði að myndun nýju ríkisstjórnarinnar sé upphaf nýs kafla hvað varðar veru Bandaríkjamanna í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert