Óþekktur Spánverji í lykilhlutverki hjá Arsenal (myndskeið)

Óþekktur Spánverji er í stóru hlutverki hjá enska knattspyrnuliðinu Arsenal þegar kemur að hornspyrnum.

Athygli hefur vakið að Arsenal hefur skorað mikið af mörkum eftir hornspyrnur í vetur og skoraði einmitt tvö svoleiðis mörk gegn Tottenham í sigrinum í grannaslagnum í gær, 3:2. Þar kemur umræddur hornspyrnusérfræðingur til sögunnar.

Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson fóru vel yfir þetta á Vellinum í Símanum Sport og ræddu m.a. hlut Ben White í þessum hornspyrnum. 

Margrét sagði m.a. að betra væri að hafa varnarmann eins og White í slíku hlutverki en sóknarmann og rökstuddi þá kenningu sína.

Umræðurnar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en mbl.is birtir efni úr ensku úrvalsdeildinni og umræðum um hana í samvinnu við Símann Sport.

Uppfært:
Umræddur Spánverji er franskur, Nicolas Jover að nafni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert