Tvö frá Haaland og staða City vænleg (myndskeið)

Erling Haaland sá um mörkin tvö í kvöld þegar Manchester City steig stórt skref að enska meistaratitlinum í knattspyrnu með því að sigra Tottenham 2:0 í Lundúnum.

Haaland skoraði eftir góða sókn á 51. mínútu og aftur þegar uppbótartíminn var að hefjast, úr vítaspyrnu. Skömmu áður munaði engu að Tottenham næði að jafna metin eftir mikil varnarmistök City-manna.

Helstu atvik leiksins má sjá í myndskeiðinu en mbl.is birtir efni úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert