Afganar í hungurverkfalli fjarlægðir úr dómkirkju

Lögregla í Dyflinni fjarlægði í kvöld hluta þeirra Afgana sem hafa verið í hungurverkfalli í dómkirkju borgarinnar. En um fjörtíu Afganar hafa verið í hungurverkfalli í kirkjunni í heila viku. Höfðu þeir hótað að fremja sjálfsmorð ef lögregla hefði afskipti af þeim. Afganarnir eru allir að leita eftir því að fá hæli á Írlandi. Ekki er vitað hversu marga írska lögreglan flutti á brott úr dómkirkjunni né í hvaða ástandi þeir voru. Írska lögreglan hafði áður sagt að ekki yrði farið að kröfu þeirra enda hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir þá innflytjendur sem jafnvel biðu árum saman eftir landvistarleyfi, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert