Jospin sækist ekki eftir forsetaembættinu í Frakklandi

Lionel Jospin
Lionel Jospin Reuters

Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Lionel Jospin, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða frambjóðandi Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum árið 2007.

Jospin sagði í viðtali við RTL útvarpsstöðina að hann nyti ekki nægs stuðnings og því myndi hann ekki bjóða sig fram. Var talið að Jospin myndi bjóða sig fram gegn Segolene Royal þegar sósíalistar velja frambjóðanda flokksins í nóvember.

Samkvæmt skoðanakönnunum í Frakklandi virðist hún vera eini frambjóðandinn sem getur veitt innanríkisráðherra landsins og væntanlegum forsetaframbjóðanda hægri manna, Nicolas Sarkozy, forseta Lýðfylkingarinnar (UMP), flokks Jacques Chirac Frakklandsforseta harða samkeppni um hylli kjósenda í forsetakosningunum sem fram fara í maí á næsta ári í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert