Bandaríska sendiráðið í Ósló rýmt vegna grunsamlegra hljóða úr ruslagámi

Bandaríska sendiráðið í Ósló var rýmt í kvöld vegna grunsamlegra hljóða úr ruslagámi sem stendur skammt frá girðingunni umhverfis bygginguna. Hefur stóru svæði í grenndinni verið lokað, að því er fréttavefur Aftenposten greinir frá.

„Þetta getur verið hvað sem er, eða alls ekkert,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar.

Það var lögreglumaður á vakt við sendiráðið sem heyrði hljóðin úr gámnum. Tveir menn sáust á ferli við gáminn, sem er í eigu nærliggjandi skóla. Lögreglan hefur skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og virðist þar sem mennirnir gangi framhjá gámnum en stoppi ekki við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert