Ítrekað að Hamas muni ekki viðurkenna Ísrael

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og leiðtogi Hamas. Hreyfingin hefur neitað …
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og leiðtogi Hamas. Hreyfingin hefur neitað að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis þrátt fyrir mikinn þrýsting AP

Hátt settur yfirmaður í Hamas-samtökunum ítrekaði í dag að hreyfingin muni ekki viðurkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis þótt samstarfsstjórn Hamas og Fatah taki við völdum í Palestínu. Hann sagði þó að stjórninni væri frjálst að taka upp hófsamari stefnu, en að hún endurspeglaði ekki afstöðu Hamas.

Moussa Abu Marzouk, sem er hátt settur innan Hamas, er í útlegð og talinn vera í Sýrlandi. Ummæli Marzouk þykja benda til þess að samtökin vilji reyna að aðskilja sig frá samstarfsstjórninni og þannig komast hjá því að viðurkenna Ísrael. Marzouk kallaði jafnframt allar kröfur um að samtökin viðurkenni Ísrael ólöglegar.

Hamas hreyfingin hafði áður gefið Mahmoud Abbas, forseta Palestínu loforð um að ekki yrðu gefnar slíkar yfirlýsingar meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert