Keppinautur Nancy Pelosi kjörinn þingflokksformaður demókrata

Steny Hoyer ræðir við fjölmiðla
Steny Hoyer ræðir við fjölmiðla AP

Bandaríski þingmaðurinn Steny Hoyer var í dag kjörinn þingflokksformaður demókrata, og verður hann þá annar valdamesti maður bandaríska þingsins á eftir Nancy Pelosi, sem í dag var kjörin forseti fulltrúadeildar þingsins.

Pelosi hafði þrýst mjög á að þingmaðurinn John Murtha fengi embættið, en Hoyer sem er pólitískur keppinautur Pelosi sigraði í kosningunni með 149 atkvæðum gegn 86.

Hoyer og Pelosi bitust um þingflokksformennsku árið 2001 og þykja samskipti þeirra hafa verið stirð síðan.

Murtha átti stóran þátt í sigri demókrata í nýafstöðnum þingkosningum, en hann hefur krafist þess að bandarískt herlið verði kallað heim frá Írak hið fyrsta. Hann nýtur þó lítillar hylli meðal frjálslyndra demókrata vegna andstöðu hans við fóstureyðingar, reglur um byssueign og breytingar á siðareglum fulltrúadeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert