Þúsundir mótmæla komu Bush til Indónesíu

Indónesía er fjölmennasta múslímaríki heims og hefur utanríkismálastefna Bandaríkjanna farið …
Indónesía er fjölmennasta múslímaríki heims og hefur utanríkismálastefna Bandaríkjanna farið fyrir brjóstið á mörgum múslímum í landinu. AP

Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir úti á götum Djakarta, höfuðborgar Indónesíu, til þess að mótmæla komu George W. Bush Bandaríkjaforseta til landsins.

Utanríkismálastefna Bandaríkjanna hefur reitt marga hópa í Indónesíu til reiði, en landið er fjölmennasta múslímaríki heims.

Þrátt fyrir það er Indónesía mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta og tengsl ríkjanna eru sterk.

Búist er við því að viðræður Bush og leiðtoga Indónesíu muni m.a. snúast um samstarf á sviði öryggismála og hvernig Bandaríkin geti veitt Indónesíu efnahagsaðstoð.

Hundruð lögreglumanna stilltu sér upp við forsetahöllina í Djakarta þegar mótmælendurnir komu sér fyrir í gær til þess að mótmæla komu Bandaríkjaforseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert