Gates varar við afleiðingum hugsanlegs ósigurs í Írak

Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Robert Gates sagði, eftir að hann sór embættiseið sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær, að hugsanlegur ósigur Bandaríkjahers í Írak muni verða Bandaríkjamönnum áfall sem þeir verði í mörg ár að komast yfir. Þá sagði hann það helstu markmið sín í starfi að snúa þróuninni í Írak við taka á vaxandi ofbeldi í Afganistan og halda áfram tilraunum fyrirrennara síns Donalds Rumsfelds til að styrkja Bandaríkjaher. Þetta kemur fram á fréttavef Yahoo.

Gates sagðist ætla að heimsækja Írak innan skamms og heyra álit yfirmanna Bandaríkjahers þar um það hvernig hægt sé að bæta ástandið og snúa þróuninni til betri vegar. Þá kvaðst hann ætla að gefa George W. Bush Bandaríkjaforseta heiðarlegar ráðleggingar í málinu. “Við viljum öll fá syni Bandaríkjanna og dætur heim,” sagði hann eftir formlega innsetningarathöfn sína í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í gær. “Eins og forsetinn hefur lýst yfir öfum við ekki efni á ósigri í Miðausturlöndum. Ósigur í Írak á þessum tímapunkti væri áfall sem myndi ásækja Bandaríkin árum saman og stofna öryggi þeirra í hættu næstu áratugina”.

Donald Rumsfeld sem afhenti Gates ráðherravaldið við einkaathöfn í Hvíta húsinu fyrr í gær var ekki viðstaddur athöfnina í varnarmálaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert