Bandaríkjastjórn fer fram á skýringar Ísraela

Palestínumenn hlýja sér við eld í austurhluta Jerúsalem í dag.
Palestínumenn hlýja sér við eld í austurhluta Jerúsalem í dag. AP

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið hafa farið fram á skýringar frá Ísraelum vegna frétta af því að ísraelska varnarmálaráðuneytið hafi heimilað uppbyggingu nýrrar byggðar gyðinga á palestínsku landi á Vesturbakkanum. Þá segir hann útlit fyrir að um brot gegn svokölluðum friðarvegvísi sé að ræða og skuldbindingum Ísraela samkvæmt honum.

„Bandaríkin hvetja Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt friðarvegvísinum og forðast að taka skref sem hægt er að líta á sem tilraunir til að hafa áhrif á niðurstöður samningaviðræðna í framtíðinni,” sagði talsmaðurinn, Gonzalo R. Gallegos.

Friðarvegvísirinn er áætlun um friðarferli Ísraela og Palestínumanna sem Bandaríkin, Evrópusambandið Rússar og Sameinuðu þjóðirnar settu fram en hann átti upphaflega að leiða til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumanna árið 2005.

Ísraelska varnarmálaráðuneytið hefur veitt leyfi fyrir byggingu 30 heimila, fyrir landnema sem voru fluttir nauðugir frá gyðingabyggðum á Gasasvæðinu árið 2005, í byggðinni Maskiot í norðurhluta Jórdandalsins á Vesturbakkanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka