27 ára fangelsi fyrir sveðjuárás

Árásin átti sér stað á Times Square í New York-borg.
Árásin átti sér stað á Times Square í New York-borg. AFP/Charly Triballeau

Tvítugur Bandaríkjamaður var dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með sveðju á gamlárskvöld árið 2022 á Times Square í New York-borg. 

Trevor Bickford var búsettur í Maine-ríki þegar hann ferðaðist til borgarinnar til þess að fremja árásina. Þúsundir manna safnast saman á Times Square til þess að fagna áramótunum ár hvert.

Játaði sök

Þrír lögreglumenn særðust í árásinni. 

Damian Williams saksóknari sagði að Bickford hefði verið innblásinn af róttækri íslamskri öfgahyggju. Samkvæmt dómsskjölum hafði hann áhuga á að fara erlendis til þess að deyja sem píslarvottur, en að lokum hefði hann ákveðið að fremja árás á bandarískri grundu.

Hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps. Bickford játaði sök í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert