Öruggt hjá meisturunum gegn nýliðunum

Danijel Dejan Djuric reynir að klippa boltanum í netið.
Danijel Dejan Djuric reynir að klippa boltanum í netið. Eyþór Árnason

Víkingur hafði betur gegn Vestra, 3:1 í Laugardalnum í dag í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Úrslitin þýða að Víkingar eru enn á toppi deildarinnar með 18 stig en Vestri situr í 10. sæti með 6 stig. 

Víkingar byrjuðu leikinn betur og eftir aðeins fjögurra mínútna leik kom Danijel Dejan Djuric þeim yfir eftir glæsilega afgreiðslu framhjá William Eskelinen í marki Vestra. 

Benedikt Warén var ekki langt frá því að jafna leikinn nokkrum mínútum síðar en skot hans endaði í stönginni eftir flotta skyndisókn hjá Vestra. 

Víkingur hélt vel í boltann en vörn Vestramanna var þétt og voru Víkingar í erfiðleikum með að finna opnanir. Á 32. mínútu jafnaði Vestri gegn gangi leiksins eftir mark frá Silas Songani sem skoraði eftir sendingu í gegn frá Tarik Ibrahimagic.

Silas Songani jafnaði metin fyrir Vestra.
Silas Songani jafnaði metin fyrir Vestra. mbl.is/Eyþór Árnason

Víkingur var ekki lengi að svara fyrir sig en aðeins 3 mínútum síðar skoraði Danijel Dejan Djuric sitt annað mark eftir að fylgja eftir skoti Valdimars Þórs Ingimundarssonar.  

Þriðja mark Víkinga kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks eftir frábært samspil á milli Jóns Guðna Fjólusonar og Ara Sigurpálssonar sem kláraði frábærlega. Staðan 3:1 fyrir Víkingum í hálfleik.  

Danijel Dejan Djuric fór mikinn í dag.
Danijel Dejan Djuric fór mikinn í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Síðari hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega, Víkingur var meira með boltann en skapaði sér engin dauðafæri. Besta færi síðari hálfleiksins fékk Aron Elís Þrándarsson eftir flottan undirbúning frá Erlingi Agnarssyni en William Eskelinen varði glæsilega. 

Á fimmtu mínútnu í uppbótartíma gerði Erlingur Agnarsson út um þennan leik eftir glæsilega sendingu frá varamanninum Pablo Punyed. Lokaniðurstöður í dag, 4:1 fyrir Víking.

Vestri 1:4 Víkingur R. opna loka
90. mín. 6 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert