Erdogan býður Íran stuðning sinn

Forseti Tyrklands kveðst hryggur að heyra fregnir af þyrluslysi forseta …
Forseti Tyrklands kveðst hryggur að heyra fregnir af þyrluslysi forseta Íran, Ebrahim Raisi. AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, kveðst hryggur að heyra fregnir af þyrluslysi forseta Íran, Ebrahim Raisi, og segir Tyrki reiðbúna til að styðja við Íran.

„Við fylgjumst náið með þróun mála og erum í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og erum reiðubúin að veita alla þá aðstoð sem þörf er á,“ sagði Tyrklandsforsetinn í tísti á samfélagsmiðlinum X.

Björgunarteymi við leit þyrlunar en veðurskilyrði eru afar erfið m.a. …
Björgunarteymi við leit þyrlunar en veðurskilyrði eru afar erfið m.a. vegna þoku. AFP

Fréttamiðlum ber ekki saman

Leit stendur enn yfir að þyrlunni sem nauðlenti harkalega í norðvesturhluta landsins en þyrl­an var ein af þrem­ur þyrl­um for­set­ans sem voru á leið frá Aser­baísj­an til borg­ar­inn­ar Tabriz í Íran.

Tvennar sögur fara af því hvort þyrlan sé fundin. Ríkismiðill Íran greindi frá því í beinni útsendingu að svo væri en Rauði hálfmáninn hefur sagt þær upplýsingar rangar. 

IRNA greindi frá því að samgönguráðuneyti landsins hefði tekist að að rekja nauðlend­ingu þyrlunn­ar til svæðis með tæp­lega tveggja kíló­metra radíus, en að leitin að loftfarinu gangi erfiðlega vegna veðurskilyrða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert