Stefna á að fjarlægja skipið á mánudag

Sex manns misstu lífið í slysinu.
Sex manns misstu lífið í slysinu. AFP/Jim Watson

Gámaskipið sem sigldi á Francis Scott Key-brúna í Baltimore í mars verður fjarlægt á mánudag, að sögn yfirvalda. Skipið hefur setið fast og lokað einni mikilvægustu höfn Bandaríkjanna í næstum tvo mánuði. 

Sex verkamenn sem unnu að framkvæmdum á brúni létu lífið í slysinu. 

Fyrir slysið fóru um 100 til 200 milljónir dala af verðmætum um leiðina sem skipið lokar nú. Ef aðgerðin heppnast myndi það marka stórt skref í enduropnun hafnarinnar sem gegnir lykilhlutverki í birgðaflutningum.

Gæti leitt til stærstu útborgunar frá upphafi

Gámaskipið varð aflvana skömmu áður en það skall af fullum þunga á brúarstólpa 26. mars. Sex manns létust í slysinu. Þá hefur það einnig ollið umtalsverðu efnahagstjóni.

Hefur stjórn­ar­formaður trygg­ing­aris­ans Lloyd's sagt að brú­ar­inn­ar geti leitt til stærstu út­borg­un­ar sjó­trygg­inga frá upp­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert