al-Maliki: Ekkert hindrar aftöku Saddams Hussein

al-Maliki segir ekkert geta komið í veg fyrir aftöku Saddams …
al-Maliki segir ekkert geta komið í veg fyrir aftöku Saddams Hussein. Reuters

„Það getur enginn hindrað aftöku Saddams Hussein,” sagði forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki í samtali við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda eftir stjórnartíð Husseins. „Eftir að dómstólar hafa tekið þessa ákvörðun getur enginn mótmælt þeirri ákvörðun að taka glæpamanninn Hussein af lífi,” sagði al-Maliki.

„Þeir sem eru á móti aftöku Husseins grafa undan heiðri píslarvotta þessa lands,” sagði hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert